Gætu Sólarsellur orðið arðbær valkostur við rafmagnsframleiðslu á Íslandi?
Kannski ekki ennþá en í þessari grein er fjallað um að bændur og aðrir áhugasamir aðilar í Norrbotten, sem er nyrsta fylki Svíþjóðar, eru komnir af stað með tilraunaverkefni sem gengur út á að kanna arðsemi þessarar tækni. Fram undir þetta hafa menn talið að norðlægar breiddargráður N Skandinavíu og Íslands myndu ekki henta til arðsamrar raforkuframleiðslu með Sólarsellum þar sem framleiðslan liggur niðri stóran hluta vetrarins. En nýjar hagkvæmari sellur sem eru útbúnar með sérstöku efni á bakhliðinni ná að nýta endurkastið frá snjónum að einhverju leiti til að framleiða rafmagn.
Það eru eflaust nokkur ár í að þessi tækni nái útbreiðslu hérlendis og verður þá væntanlega fyrst um sinn bundið við skógarlundi og aðra skjólsæla staði. Fyrir efasemdarmennina vil ég minna á að fyrir bara nokkrum árum síðan töldu menn að Vindmyllur ættu ekki séns hérlendis við raforkuframleiðslu en með bættri tækni og mikilli verðlækkun virðast Vindmyllur orðin álitlegur valkostur.