Kostnaður á bakvið rúllur og fóðrunarverðmæti

Það er algengur misskilningur þegar talað er um að hækka hlutfall gróffóðurs í heildarfóðri nautgripa að það þurfi að þýða um leið aukna korn eða repjurækt. Vissulega þurfum við að stefna að aukningu akuryrkju til lengri tíma litið en það gerist ekki í einum grænum.

Við getum til að byrja með bætt verulega árangur okkar í að tryggja gæði þess fóðurs sem við öflum sjálf.

Í margumræddum upplýsingum sem koma fram í Grovfor 2020 þá kemur fram m.a. að meðalframleiðslukostnaður pr rúllubagga í Noregi er í kringum 7.000kr. Þar vantar reyndar inn í kostnað vegna landleigu sem við getum sett til að byrja með að sé 1.000 kr á rúllu. Þetta þýðir að á bak við hvern rúllubagga sem við búum til er meðalkostnaður í kringum 8.000 á rúlluna. Ef vel tekst til við verkun rúllunar og við erum með gæðahráefni í henni þá er verðmæti þessarar rúllu kannski 12-15.000 fyrir mjólkurframleiðsluna á meðan að sama rúlla er kannski ekki nema 6.000 kr virði til mjólkurframleiðslu ef grasið sem fór í hana er af litlum gæðum, verkun tekst illa o.s.frv. Þarna getur legið mikið svigrúm til að gera betur og samkvæmt þessu eru kannski sumar rúllur í stæðum bænda alls ekki að borga þann kostnað tilbaka sem fór í að búa þær til.

Þekkir þú kostnaðinn á bakvið rúllurnar af þínum túnum og hvert fóðrunarverðmæti þeirra er?

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *