Hér er stutt grein frá Danmörku þar sem SEGES eru að bera saman kostnað pr. FE í grasi og Maís árið 2019.
Maísinn kemur betur út en kostnaður við ræktun hans er um 21 kr/FE á meðan grasið kostar um 27kr/FE. Einnig kemur þarna fram að meðaluppskera á túnum hjá þeim er um 9.108FE.
Það væri nú gaman ef okkur færi að lánast að taka saman á breiðum grunni raunhæfar tölur um uppskeru og raunkostnað við grasræktina hérlendis svo við getum farið að vinna markvisst í að bæta árangur okkar á þessu sviði-sem er grundvöllurinn að arðbærri mjólkurframleiðslu hérlendis til framtíðar.