Samkvæmt þessari frétt hér að neðan sem birtist í Landsbladet þá er RML þeirra Dana farið að mæla með að ekki sé meira en17% hráprótein í fóðri mjólkurkúa og er talað um að trúlega séu um 50% danskra kúabænda með hærra hlutfall en þetta og séu því að stuðla að meiri ammoníaksmengun frá framleiðslu sinni en þörf er á.
Í fréttinni er talað um að það séu sérstaklega bændur með hátt hlutfall af grasi í fóðrinu sem séu með hærra hlutfall en umrædd 17% og þurfi því að endurskoða fóðuráætlanir sínar.
Veit ekki til að neinar slíkar hugmyndir séu komnar á blað hérlendis en það skaðar samt ekki fyrir þá bændur sem vilja stunda sinn rekstur af ábyrgð að gefa þessu gaum og skoða hvert hrápróteinhlutfallið er í fóðrinu og hvort hægt sé að lækka það. Danirnir tala líka um að það geti verið fjárhagslegur ávinningur í því fyrir bændur að lækka hlutfall hrápróteins ef það er mjög hátt sem ætti einnig að vera hvetjandi.