Sykurinnihald í 1 slætti af grasi með Rauðsmára hjá lífrænum dönskum mjólkurframleiðendum

Hér er mjög áhugaverð grein frá Danmörku þar sem fjallað er um mjög hátt sykurinnihald í 1 slætti af grasi með Rauðsmára hjá lífrænum dönskum mjólkurframleiðendum í ár.

Orkuinnihald grassins er það hátt að kg þurrefni af fyrsta slætti er með hærra orkuinnihald en kg þurrefnis af völsuðum Höfrum.Helsta ástæðan sem er nefnd fyrir þessu háa sykurinnihaldi í grasinu í ár er mjög kalt vor á danskan mælikvarða.

Í greininni kemur fram að orkuinnihaldið í kg þurrefnis sé 6,52 MJ og eins og sjá má af meðfylgjandi línuritum þá er þetta mun hærra orkugildi en undanfarin ár.

Taka skal fram að þessar tölur eru meðaltal 230 lífrænna mjólkurframleiðenda.

Er eitthvað sem mælir á móti því að við getum búið til svona orkuríkt fóður á okkar túnum ef við vöndum okkur vel eða erum við kannski að ná sambærilegum árangri nú þegar?

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *