Einær Lúpína

Hluti af því að við verðum minna háð innflutningi á innfluttu fóðri er að við getum framleitt meira af próteini í grösunum okkar og með akuryrkju.

Ein þeirra plantna sem gæti hentað hér sem einær próteinjurt er lúpína en hún var talsvert ræktuð í Evrópu fyrr á árum en hefur síðan vikið fyrir öðrum uppskerumeiri tegundum. Vegna aukinnar áherslu í Evrópu um að draga úr innfluttningi á próteinfóðri hefur aukin athygli beinst að lúpínunni og aukin kraftur hefur verið settur í framræktun uppskerumeiri afbrigða eins og lesa má um í meðfylgjandi grein frá Danmörku.

RALA gerði fyrir ca 20 árum nokkrar tilraunir með ræktun á einærri lúpínu en veit ekki til þess að hún hafi verið í tilraunum síðan.

Veit einhver til þess að bændur hafi verið að prófa ræktun á einærri lúpínu á síðustu árum?

Væru ekki einhverjir bændur áhugasamir um að prófa ræktun á nokkrum afbrigðum næsta vor í smá blettum til að koma hreyfingu á svona ræktun aftur.

Það mætti hugsa sér að skella með einhverjum ertu eða baunategundum sem menn eru að rækta í N Skandinaviu í dag.

Það er ekki seinna vænna ef menn langar að prófa eitthvað nýtt næsta sumar en fara að undirbúa það því vorið er handan við hornið.

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *