Aukið hlutfall gróffóðurs í heildarfóðri mjólkurkúa

Það er ekki bara hérlendis sem menn velta fyrir sér hvernig hægt sé að auka hlutfall gróffóðurs í heildarfóðri mjólkurkúa. Við sjáum sömu umræðu um alla Evrópu og forsvarsmenn bænda á hinum Norðurlöndunum eru talsvert uppteknir af þessum pælingum. Þó t.d. á Norðurlöndunum sé framleitt mikið af korni og því ekki verið að flytja það um langan veg vilja menn einnig draga úr notkun þess við fóðrun nautgripa. Í þessu samhengi horfa menn talsvert á hversu miklum matvælum nýtanlegum til manneldis sé varið til framleiðslu á mjólk og kjöti.

https://www.ja.se/artikel/2226306/biprodukter-i-stllet-fr-soja-och-spannml-till-mjlkkor.html?fbclid=IwAR2KXY3gsqil5Elv4tZgRgEsmLJZH15zpHliUf6Au_KEvvzWUcys5zFyv8w

Á mannamáli þýðir þetta að ef menn nota fleiri orkueiningar af korni til framleiðslu á 1l af mjólk eða 1 kg af kjöti þá er um neikvæðan orkubalans að ræða – þ.e. það er varið meira magni af nýtanlegum matvælum til manneldis til að búa til 1 l af mjólk eða 1 kg af kjöti en sem nemur orkueiningunum í mjólkinni. Ég óttast að miðað við mjög umfangsmikla notkun kjarnfóðurs til mjólkurframleiðslu hérlendis megi ganga út frá því að stór hluti innlendrar mjólkur sé með neikvæðan orkubalans samkvæmt þessari skilgreiningu. Það er áhugavert að sjá að það er líka talsverð gróska á hinum Norðurlöndunum í rannsóknum sem beinast að hvort ekki sé unnt að nota ýmsar aukaafurðir, sem eru vannýttar í dag, í staðinn fyrir Korn og Soja sem gætu þá fullnægt næringarþörfum gripanna með gróffóðrinu. Framboð hérlendis af ýmiskonar aukaafurðum sem nýtanlegar eru í fóður gripa er væntanlega mun minna en víða erlendis en á móti kemur að við eigum gríðarlegt magn af grasi sem er stórlega vannýtt auðlind.

Lesa frétt Jordbruks aktuellt hér

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *