Í þessari grein úr Norsk Landbrug er fjallað um að Valtra og finnska símafyrirtækið Elisa eru að þróa 5G lausn sem gerir stjórnanda dráttarvéla kleift að sitja heima í stofu og stjórna dráttarvélinni í vinnu með aðstoð 360° myndavéla.
Fjarstýrðar dráttarvélar hafa verið á markaðnum í nokkur ár en með 5G símakerfinu opnast nýjar víddir í stjórnun dráttarvéla yfir langan veg. Með þessari tækni getur t.d. ökumaður dráttarvélarinnar setið í Reykjavík en dráttarvélin verið í vinnu í Vopnafirði.