Category: Annað

Kornþurrkun í vögnum

Auglýsing.
Hvernig líst ykkur á þennan þurrkunarbúnað til að setja í sturtuvagna?
Kynnum nýjar þurrkristar sem eru ætlaðar til að setja í sturtuvagna yfir uppskerutímann og nota til þurrkunar á Byggi. Að aflokinni uppskeru er búnaðurinn fjarlægður á einfaldan hátt og vagninn notaður á hefðbundinn hátt.
Ef menn eru með þurrkunarsíló fyrir er hægt að nota þennan búnað til að forþurrka korn sem bíður eftir þurrkun og nýta um leið betur þurrkdaga til að uppskera Bygg.
Ef menn vilja auka afköst við þurrkunina er hægt að tengja úrgangsolíubrennara við búnaðinn sem er allt að 250kW eða setja upp element fyrir heitt vatn.
Innifalið í pakkanum eru ristarnar, tengistokkur í enda og blásari með rafstýringu. Verð pakkans m.v. gengi EUR í dag er um 700.000+vsk.
Frekari upplýsingar veitir Finnbogi í síma 895-4152

Sólarsellur á norðlægum slóðum

Gætu Sólarsellur orðið arðbær valkostur við rafmagnsframleiðslu á Íslandi?
Kannski ekki ennþá en í þessari grein er fjallað um að bændur og aðrir áhugasamir aðilar í Norrbotten, sem er nyrsta fylki Svíþjóðar, eru komnir af stað með tilraunaverkefni sem gengur út á að kanna arðsemi þessarar tækni. Fram undir þetta hafa menn talið að norðlægar breiddargráður N Skandinavíu og Íslands myndu ekki henta til arðsamrar raforkuframleiðslu með Sólarsellum þar sem framleiðslan liggur niðri stóran hluta vetrarins. En nýjar hagkvæmari sellur sem eru útbúnar með sérstöku efni á bakhliðinni ná að nýta endurkastið frá snjónum að einhverju leiti til að framleiða rafmagn.
Það eru eflaust nokkur ár í að þessi tækni nái útbreiðslu hérlendis og verður þá væntanlega fyrst um sinn bundið við skógarlundi og aðra skjólsæla staði. Fyrir efasemdarmennina vil ég minna á að fyrir bara nokkrum árum síðan töldu menn að Vindmyllur ættu ekki séns hérlendis við raforkuframleiðslu en með bættri tækni og mikilli verðlækkun virðast Vindmyllur orðin álitlegur valkostur.