Hér kemur stutt umfjöllun úr norska fagblaðinu Boskap þar sem fjallað er um danskan bónda sem framleiðir svokallaða Grasmjólk en það er mjólk sem framleidd er að lágmarki með 75% af fóðrinu úr heyi og fersku grasi. Afgangurinn má svo vera korn, steinefni og prótein en ekki votverkað gras.
Þarna kemur fram að danski bóndinn fær um 25-30% meira greitt fyrir líterinn af þessari mjólk sem kemur á móti 20-30% lægri nyt þegar lítið er notað af kjarnfóðri.Þarna kemur einnig fram að Grasmjólk er hollari en hefðbundin mjólk þar sem í henni er hærra innihald af Omega-3 fitusýrum og Andoxunarefnum heldur en í mjólk framleiddri með hærra innihaldi kjarnfóðurs og votverkaðs fóðurs.
Er ekki tækifæri núna til að endurskoða fóðrunarstefnuna á kúabúum landsins og byrja á að draga hægt og rólega úr innkeyptu kjarnfóðri. Að ég tali nú ekki um kjarnfóður með Pálmaolíu og álíka efnum sem dregur verulega úr hollustu mjólkurinnar þar sem í Pálmaolíunni er mikið af löngum fitusýrukeðjum.Eru ekki annars allir hættir að kaupa kjarnfóður með Pálmaolíu eftir umræðu síðustu ára?