Category: Nýsköpun

Faltkrassing – nytjaplanta – olía

Í þessari frétt sem birtist á vef ATL í dag er umfjöllun um mjög spennandi tilraunir á nýrri nytjaplöntu í Svíþjóð sem gæti hentað okkur mjög vel líka.
Plantan heitir Fältkrassing og er af Krossblómaætt og er talsverð skyld Sinnepsplöntunni. Plantan er um 25sm há og vex villt í Svíþjóð en sænskir vísindamenn hafa í nokkur ár unnið að framræktun plöntunnar til að auka fræuppskeru hennar, en fræið er mjög olíuríkt líkt og Repju og Nepjufræ auk þess sem hratið hentar vel sem próteingjafi í fóður. Meðal annars eru hugmyndir um að þessi planta geti farið í stórtæka ræktun í N Svíþjóð og olían yrði nýtt í framleiðslu á umhverfisvænni Diselolíu en hratið nýst í stað innflutts Soja í skepnufóður.
Tilraunaræktun sem stendur yfir í Norrbotten sem er nyrsta fylki Svíþjóðar miða að því að rækunin sé tvíær og að fræunum sé sáð að vori með Byggi og Byggið skili fullri uppskeru ár 1 en ár 2 taki Fältkrassing við og skili 3,5-5 tonna fræuppskeru þá um haustið.
Helsta ástæðan fyrir því að menn sýna þessari plöntu áhuga í Svíþjóð er að það eru mun minni sjúkdómavandamál við ræktun hennar en Repju og Nepju hún er með mjög hátt vetrarþol og auk þess er uppskeran af henni mjög góð í nyrstu héruðum Svíþjóðar í samanburði við Repju og Nepju.
Það er ljóst að það er mikið verk óunnið í framræktun þessarar plöntu áður en hún verður tilbúin á almennan markað en það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu því þarna gæti verið að koma fram ný planta sem hentar mjög vel við okkar aðstæður.
Fältkrassing kan ge bonden både bränsle och foder