Category: Traktorar

NH sjálfkeyrandi bindivél

Ekki nýjasta tækni hér á ferðinni og frekar ólíklegt að þessi útfærsla verði nokkurn tímann vinsæl. Þessi útfærsla af sjálfkeyrandi NH baggabindivél var smíðuð í 430 eintökum árið 1965 og fór líklega eingöngu á heimamarkað í USA.Það er samt sem áður ágætt að halda því til haga að það er töluvert selt af smábaggabindivélum í heiminum á ári hverju og víða í Evrópu eru smábaggar seldir í miklu magni til hestamanna oft á tíðum á háu verði. Minni á snapp sem við sendum frá Kanada í fyrra þegar ég var fararstjóri í útskriftarferð Hvaneyringa og við heimsóttum heysala sem tók heyið heim með heyhleðsluvagni. Fullþurrkaði með heitu lofti í hlöðu og batt síðan í smábagga sem hann seldi til USA á fínu verði.

Stiglaus gírskipting – umfjöllun

CVT gírkassar í dráttarvélum eða stiglausar skiptingar eins og við köllum þær oftast eru mjög spennandi valkostur þegar ný dráttarvél er valin.
Hér er ágætis samanburður á slíkum skiptingum hjá nokkrum framleiðendunum sem bjóða upp á þessar skiptingar með leiðbeiningum um hvað ber að varast ef menn ætla að kaupa notaða dráttarvél með CVT gírkassa.