Category: Traktorar

Fjarstýring dráttarvéla – Valtra

Í þessari grein úr Norsk Landbrug er fjallað um að Valtra og finnska símafyrirtækið Elisa eru að þróa 5G lausn sem gerir stjórnanda dráttarvéla kleift að sitja heima í stofu og stjórna dráttarvélinni í vinnu með aðstoð 360° myndavéla.
Fjarstýrðar dráttarvélar hafa verið á markaðnum í nokkur ár en með 5G símakerfinu opnast nýjar víddir í stjórnun dráttarvéla yfir langan veg. Með þessari tækni getur t.d. ökumaður dráttarvélarinnar setið í Reykjavík en dráttarvélin verið í vinnu í Vopnafirði.

John Deere með einfaldan stiglausan gírkassa

Áhugaverð nýjung hjá JD sem var fjallað um í landbrugsavisen um helgina.
Hér er kominn stiglaus kassi í þessa dráttarvél en með mun einfaldara og ódýrara viðmóti en yfirleitt er í boði á stiglausum vélum sem gerir hana væntanlega hagstæðari í verði.
Þetta er einnig hentugur valkostur fyrir notendur sem ekki vilja hafa dráttarvélarnar of flóknar. Þegar JD kynntu fyrst þessa línu þá vakti athygli manns að húddið er til þess að gera lágt og framhallandi sem gerir alla vinnu með ámoksturstækjum þægilegri.