Hafrar, valkostur samhliða byggi ?

Þessi bóndi hér fyrir neðan fóðrar kýrnar sínarí á afhýddum höfrum og telur að gripirnir séu sólgnari í hafrana en valsað bygg – auk þess sem orkuinnihaldið sé hærra. Hafrar eru úrvalsfóður og kannski ættum við að fara að horfa meira til þeirra sem vakostar í akuryrkjunni samhliða byggi.

Er einhver búin að sjá niðurstöður úr yrkjatilraununum með hafra sem gerðar voru í sumar?

Hafrarnir hafa það svo framyfir bygg að ef menn sjá fram á líkur á uppskeru verði litlar vegna kaldra sumra þá eru hafrarnir mun uppskerumeiri og verðmætari sem grænfóður en bygg.

You may also like...

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *