Margir áhugamenn um vandaða heyverkun telja þessa tækni næstu byltingu í rakstri á grasi. Frumkvöðullinn í þessari hönnun heitir Tomas Reiter og var einu sinni sölustjóri hjá Pöttinger áður en hann ákvað að fylgja draumnum sýnum og hefja eigin framleiðslu á þessari byltingarkenndu rakstrarvél sem hann kallar Respiro.
Byltingin sem þessi aðferð boðar felst í að þessi rakstrarvél lyftir grasinu upp beint af teignum og flytur það á færibandi til hægri eða vinstri í stað þess að á hefðbundnum rakstrarvélum draga tindarnir grasið eftir yfirborðinu til hliðar sem hefur alltaf í för með sér einhverja mengun grassins auk þess sem hætta á tapi vegna molnunar er nokkur..
Fleiri framleiðendur bjóða upp á svipaðar lausnir í dag en þar sem Tomas gekk frá nokkrum einkaleyfum á ákveðnum atriðum í hönnun vélanna er erfitt fyrir aðra framleiðendur að ná fram öllum kostum þessarar hönnunar.