Tagged: bútækni

Faltkrassing – nytjaplanta – olía

Í þessari frétt sem birtist á vef ATL í dag er umfjöllun um mjög spennandi tilraunir á nýrri nytjaplöntu í Svíþjóð sem gæti hentað okkur mjög vel líka.
Plantan heitir Fältkrassing og er af Krossblómaætt og er talsverð skyld Sinnepsplöntunni. Plantan er um 25sm há og vex villt í Svíþjóð en sænskir vísindamenn hafa í nokkur ár unnið að framræktun plöntunnar til að auka fræuppskeru hennar, en fræið er mjög olíuríkt líkt og Repju og Nepjufræ auk þess sem hratið hentar vel sem próteingjafi í fóður. Meðal annars eru hugmyndir um að þessi planta geti farið í stórtæka ræktun í N Svíþjóð og olían yrði nýtt í framleiðslu á umhverfisvænni Diselolíu en hratið nýst í stað innflutts Soja í skepnufóður.
Tilraunaræktun sem stendur yfir í Norrbotten sem er nyrsta fylki Svíþjóðar miða að því að rækunin sé tvíær og að fræunum sé sáð að vori með Byggi og Byggið skili fullri uppskeru ár 1 en ár 2 taki Fältkrassing við og skili 3,5-5 tonna fræuppskeru þá um haustið.
Helsta ástæðan fyrir því að menn sýna þessari plöntu áhuga í Svíþjóð er að það eru mun minni sjúkdómavandamál við ræktun hennar en Repju og Nepju hún er með mjög hátt vetrarþol og auk þess er uppskeran af henni mjög góð í nyrstu héruðum Svíþjóðar í samanburði við Repju og Nepju.
Það er ljóst að það er mikið verk óunnið í framræktun þessarar plöntu áður en hún verður tilbúin á almennan markað en það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu því þarna gæti verið að koma fram ný planta sem hentar mjög vel við okkar aðstæður.
Fältkrassing kan ge bonden både bränsle och foder

Stiglaus gírskipting – umfjöllun

CVT gírkassar í dráttarvélum eða stiglausar skiptingar eins og við köllum þær oftast eru mjög spennandi valkostur þegar ný dráttarvél er valin.
Hér er ágætis samanburður á slíkum skiptingum hjá nokkrum framleiðendunum sem bjóða upp á þessar skiptingar með leiðbeiningum um hvað ber að varast ef menn ætla að kaupa notaða dráttarvél með CVT gírkassa.

Fjarstýring dráttarvéla – Valtra

Í þessari grein úr Norsk Landbrug er fjallað um að Valtra og finnska símafyrirtækið Elisa eru að þróa 5G lausn sem gerir stjórnanda dráttarvéla kleift að sitja heima í stofu og stjórna dráttarvélinni í vinnu með aðstoð 360° myndavéla.
Fjarstýrðar dráttarvélar hafa verið á markaðnum í nokkur ár en með 5G símakerfinu opnast nýjar víddir í stjórnun dráttarvéla yfir langan veg. Með þessari tækni getur t.d. ökumaður dráttarvélarinnar setið í Reykjavík en dráttarvélin verið í vinnu í Vopnafirði.

Sólarsellur á norðlægum slóðum

Gætu Sólarsellur orðið arðbær valkostur við rafmagnsframleiðslu á Íslandi?
Kannski ekki ennþá en í þessari grein er fjallað um að bændur og aðrir áhugasamir aðilar í Norrbotten, sem er nyrsta fylki Svíþjóðar, eru komnir af stað með tilraunaverkefni sem gengur út á að kanna arðsemi þessarar tækni. Fram undir þetta hafa menn talið að norðlægar breiddargráður N Skandinavíu og Íslands myndu ekki henta til arðsamrar raforkuframleiðslu með Sólarsellum þar sem framleiðslan liggur niðri stóran hluta vetrarins. En nýjar hagkvæmari sellur sem eru útbúnar með sérstöku efni á bakhliðinni ná að nýta endurkastið frá snjónum að einhverju leiti til að framleiða rafmagn.
Það eru eflaust nokkur ár í að þessi tækni nái útbreiðslu hérlendis og verður þá væntanlega fyrst um sinn bundið við skógarlundi og aðra skjólsæla staði. Fyrir efasemdarmennina vil ég minna á að fyrir bara nokkrum árum síðan töldu menn að Vindmyllur ættu ekki séns hérlendis við raforkuframleiðslu en með bættri tækni og mikilli verðlækkun virðast Vindmyllur orðin álitlegur valkostur.
 

Rakstrarvél – Respiro

Margir áhugamenn um vandaða heyverkun telja þessa tækni næstu byltingu í rakstri á grasi. Frumkvöðullinn í þessari hönnun heitir Tomas Reiter og var einu sinni sölustjóri hjá Pöttinger áður en hann ákvað að fylgja draumnum sýnum og hefja eigin framleiðslu á þessari byltingarkenndu rakstrarvél sem hann kallar Respiro.
Byltingin sem þessi aðferð boðar felst í að þessi rakstrarvél lyftir grasinu upp beint af teignum og flytur það á færibandi til hægri eða vinstri í stað þess að á hefðbundnum rakstrarvélum draga tindarnir grasið eftir yfirborðinu til hliðar sem hefur alltaf í för með sér einhverja mengun grassins auk þess sem hætta á tapi vegna molnunar er nokkur..
Fleiri framleiðendur bjóða upp á svipaðar lausnir í dag en þar sem Tomas gekk frá nokkrum einkaleyfum á ákveðnum atriðum í hönnun vélanna er erfitt fyrir aðra framleiðendur að ná fram öllum kostum þessarar hönnunar.

Heyhleðsluvagn Bergmann